Teiga- og Klapparhverfi
Deiliskipulagið
Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir 18 einbýlishúsalóðum, 50 parhúsalóðum, 37 raðhúsalóðum (með samtals 131 íbúðum, þar af 51 íbúðir í 3-íbúða raðhúsum og 80 íbúðir í 4- íbúða raðhúsum) og 6 fjölbýlislóðum (með samtals 60 íbúðum). Samtals eru 259 íbúðir og er það fjölgum um 118 íbúðir frá sama hluta af samþykktu deiliskipulagi.
Aðkoma inn í hverfið er frá Sandgerðisvegi og fyrirhuguðum veg sunnan við skipulagssvæðið skv. gildandi aðalskipulagi.
Fyrir mitt skipulagssvæðið er gert ráð fyrir leikskóla með leik og útivistarsvæði í góðum tengslum við safngötu. Við leikskólalóðina er sparkvöllur, leik- og útivistasvæði sem tengjast saman og eru með greiða leið að göngustígum um hverfið.
Svæðið
Allt svæðið er innan marka Suðurnesjabæjar. Endurskoðað deiliskipulagssvæði er hluti samþykkts deiliskipulags frá 2007 sem í aðalskipulagi Garðs 2013-2030 kallast íbúðarsvæði ÍB 9 og afmarkast af Sandgerðisvegi til norðvesturs, með neðri húsaröð við Fjöruklöpp og Berjateig til norðausturs, með íbúðarsvæði við Heiðarbraut til austurs. Landinu hallar lítillega frá suðaustri til norðvesturs.
Landið innan deiliskipulagsmarka er að öllu óbyggt. Ekki eru neinar skráðar náttúruminjar á svæðinu. Gróðurfar á svæðinu einkennist af móagróðri innan um holtagrjót.