Hér má kynna sér þau verkefni sem eru í auglýsinga og kynningarferli.
Gert er ráð fyrir endurskipulagningu og blandaðri byggð atvinnu, þjónustu og íbúða á efri hæðum, en nesið er sérlega stórbrotið og áhugavert til endurbyggingar. Svæðið tengist miðbæ og lífæð beint um Hafnargötu.
Deiliskipulagssvæðið vestast í Útgarði er í jaðri byggðar, sunnan Skagabrautar. Áhersla er lögð á byggðamynstur með góða heildarmynd og að ný mannvirki falli sem best að landinu sem bæði styrkir og eflir það mannlíf sem fyrir er á svæðinu.
Lögð er áhersla á að styrkja stoðir smá- og sérvöruverslana og veitingastaða.
Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45 - 75 m² að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar. Auk þess verða gerðar minni háttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar.
Reykjanesbær hefur ákveðið að hefja vinnu við breytingartillögu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Breytingin felst í því að stækka landnotkunarreit Miðsvæðis 12 (M12) til norðurs og austurs um 4,25 ha og auka heildarbyggingarmagn í 100.000 m2 með heimild fyrir 450 íbúðum, þar af 138 þjónustu og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara.
Deiliskipulag á Garðskaga, vestasta hluta þéttbýlis Garðs, beggja vegna Skagabrautar.
Staðurinn býr við mikla víðáttu og sýn til ystu sjónarrandar, nánd við haf og glæsilega fjallasýn. Svæðið stendur fyrir opnu hafi og gætir bæði ágangs sjávar og vinda.
Nálægð við hafið, vitana sem kallast á, varir og gömul býli gefur umhverfinu sérkenni og margbreytileika.
Um er að ræða nýja íbúðarbyggð austast í þéttbýli sveitarfélagsins, í beinu framhaldi fyrri áfanga Dals- og Tjarnahverfis. Áhersla er lögð á margbreytilegt og vistlegt íbúðarsvæði og umhverfi. Kappkostað verið að móta byggð sem stuðlar að góðri hverfisvitund. Innan skipulagssvæðis er gert ráð fyrir 300 íbúðum, og er svæðið um 16,2 ha. Gert er ráð fyrir leikskóla og hverfistorgi miðsvæðis í hverfunum með tengingu við lífæð íbúðarbyggðarinnar.
Deiliskipulagssvæðið er norðan við Byggðaveg á svæði fyrir þjónustustofnanir. Á svæðinu er nýr leikskóli og leiksvæði.
Ásbrú hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum frá því að svæðið var yfirgefið af bandaríska hernum.
Í þróunaráætlun K64 fyrir svæðið í kringum Keflavíkurflugvöll hafa verið skilgreind fjölmörg tækifæri til uppbyggingar á Ásbrú
Skólalóð og almenningsgarður er á svæðinu við skógarhverfið en við Grænásbraut verða til nýjar byggingarlóðir að fjölbreyttri gerð. Grænásbrautin verði aðlaðandi borgargata og umferðaröryggi gangandi, hjólandi og akandi bætt.
Umhverfi skipulagssvæðisins einkennist af nálægð við strandlengjuna til vesturs.
Land skipulagssvæðisins er fremur slétt með lágum hryggjum og hækkar nokkuð jafnt og aflíðandi til norðausturs.
Á svæðinu eru alls 136 íbúðir, þar af 33 íbúðir í fjölbýli og 103 íbúðir í sérbýli.
Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 18 einbýlishúsalóðum, 50 parhúsalóðum, 37 raðhúsalóðum (með samtals 131 íbúðum, þar af 51 íbúðir í 3-íbúða raðhúsum og 80 íbúðir í 4- íbúða raðhúsum) og 6 fjölbýlislóðum (með samtals 60 íbúðum), samtals 259 íbúðum.
Skipulagssvæðið er að stórum hluta ætlað fyrir atvinnustarfsemi. Heimilt er að reisa á svæðinu byggingar fyrir þjónustu- og verslunarstarfsemi, léttan mengunarlausan iðnað, hátækni- og vísindafyrirtæki og hvers konar starfsemi, sem uppfyllir kröfur um vandaðan frágang bygginga og lóða.
Í miðbænum, umhverfis Hafnargötu að Njarðarbraut, aðalmiðbæjargötu bæjarins, hefur verið meginþungi verslunar og þjónustu og eru bæði tækifæri til uppbyggingar og varðveislu. Þróunarmöguleikar líflegs miðbæjarumhverfis eru mjög góðir þar og að nærliggjandi götum.