Dalshverfi III

Um er að ræða nýja íbúðarbyggð austast í þéttbýli sveitarfélagsins, í beinu framhaldi fyrri áfanga Dals- og Tjarnahverfis. Áhersla er lögð á margbreytilegt og vistlegt íbúðarsvæði og umhverfi. Kappkostað verið að móta byggð sem stuðlar að góðri hverfisvitund. Innan skipulagssvæðis er gert ráð fyrir 300 íbúðum, og er svæðið um 16,2 ha. Gert er ráð fyrir leikskóla og hverfistorgi miðsvæðis í hverfinu með tengingu við lífæð íbúðarbyggðarinnar.

Staðsetning íbúðarsvæðis í beinu framhaldi núverandi byggðar býður upp á umhverfisvænan lífsstíl. Stutt er í almenningssamgöngur og aðstaða fyrir hjólandi og gangandi til að sækja daglega þjónustu, svo sem grunnskóla, leikskóla og aðra hverfisþjónustu við lífæð er til staðar. Gengið er út frá nýtingu núverandi innviða, s.s. skóla, gatna og stíga. Umhverfisvænum lausnum verði beitt við meðferð ofanvatns og áhersla verði lögð á að hlutfall gegndræpra efna á yfirborði verði sem hæst. Áhersla er lögð á aðlaðandi og vistlegt yfirbragð og gróðursæla ásýnd með vönduðu og samræmdu efnisvali. Samfelldur innri stígur (garðstígur) mun liggja um sameiginlega inngarða fjölbýlislóða, grenndarvöll og hverfistorg og skapa skjólríka, skemmtilega og fjölbreytta leið fyrir íbúa og tengja hverfið saman.

Búið er að úthluta lóðum í nyrðri hluta hverfisins, og er áætlað að úthlutun lóða í syðri hluta fari fram vorið 2024. 

GREINARGERÐ UPPDRÁTTUR