Aðaltorg
Reykjanesbær hefur ákveðið að hefja vinnu við breytingartillögu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Breytingin felst í því að stækka landnotkunarreit Miðsvæði 12 (M12) til norðurs og austurs um 4,25 ha og auka heildarbyggingarmagn í 100.000 m² með heimild fyrir 450 íbúðum, þar af 138 þjónustu og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara. Með breytingu þessari mun nýtingarhlutfall fara úr 0.2 í 0.6.
Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnin og kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið en hluti af svæðinu er deiliskipulagt. Gerð verður grein fyrir umhverfisáhrifum skipulagstillagnanna. Skipulags- og matslýsingin sem hér er sett fram nær bæði yfir tillögu að nýju deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi.