Ásbrú til framtíðar

Ásbrú hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum frá því að svæðið var yfirgefið af bandaríska hernum.

Í þróunaráætlun K64 fyrir svæðið í kringum Keflavíkurflugvöll hafa verið skilgreind fjölmörg tækifæri til uppbyggingar á Ásbrú.

Hér er settur fram rammahluti Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2023-

2035 fyrir Ásbrú, sem er jafnframt endurskoðun á rammaskipulagi Ásbrúar

til ársins 2050, sem var samþykkt í mars árið 2020. Endurskoðunin felst fyrst og fremst í samræmingu við þróunaráætlun KADECO K64.

Í þróunaráætlun K64 er Ásbrú skilgreind sem eitt af megin þróunarsvæðunum og mikil tækifæri talin felast í staðsetningu Ásbrúar við suðurgirðingu Keflavíkurflugvallar og í nágrenni við miðbæ Reykjanesbæjar. Reykjanesbær hefur einnig ákveðið að Ásbrú verði næsta uppbyggingarhverfi í sveitarfélaginu og að þar muni næsti nýi skóli rísa.

Rammahlutinn er nánari útfærsla á þeirri stefnu sem birtist í þróunaráætlun K64 og almennri stefnu aðalskipulagsins. Hann leggur línurnar fyrir deiliskipulagsvinnu í framhaldinu hvað varðar landnotkun,

samgöngukerfi, byggðarmynstur, landslagshönnun og mótun staðaranda.

DEILISKIPULAGSTILLAGA